Naglaskóli Pronails
Naglaskóli Pronails Akranesi
Grunnnámskeið
Hefur þig alltaf langað til þess að verða naglafræðingur? Þá er þetta fullkomið námskeið fyrir þig!
Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða kennslu og á gæði.
Þú lærir að þekkja alla helstu naglasjúkdóma og hvernig þeir eru meðhöndlaðir.
Okkar helsta markmið er að kenna þér að gera fullkomnar gelneglur með öruggum vinnubrögðum!
Pronails býður upp á margar tegundir gela, sem gerir þér kleift að setja á hvaða tegund náttúrulegra nagla sem er til þess að uppfylla óskir viðskiptavinsins.
Þú munt læra að lengja neglur með toppum og formum.
Eftir námskeiðið getur þú framkvæmt allar helstu nagla ásetningar svo sem náttúrulegar gel neglur, French manicure, gellökkun og heillita neglur.
Námið tekur 6-12 vikur.
Það eru þrír vörupakkar í boði :
Basic 395.000,-
Við skráningu þarf að greiða 75.000 kr í staðfestingargjald sem innifalið er í heildarverði.
*Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
Skráning og eða fyrirspurnir má senda á pronails.skoli@gmail.com
Endurmennntunarnámskeið